Fréttir | 28. nóvember 2019 - kl. 10:19
Nemendur í Blönduskóla læra um falsfréttir og gagnrýna hugsun

Eins og fram kom í fréttum Húnahornsins nýverið taka nemendur í 9. og 10. bekk Blönduskóla þátt í verkefni á vegum Erasmus + sem kallast Brains for Europe. Markmiðið verkefnisins er að kenna börnum hvernig heilinn virkar, efla hjá þeim gagnrýna hugsun og kenna þeim leiðir til þess að nýta hana í sínu námi. Til að dýpka sinn eigin skilning og draga úr yfirborðskenndum staðreyndum.

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri heimsótti Blönduskóla og ræddi við nemendur og kennara um þetta áhugaverða mál.

Umfjöllun N4 má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga