Fréttir | 28. nóvember 2019 - kl. 15:51
Húnavatnshreppur veitir styrki til ýmissa aðila

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í gær voru samþykktir styrkir til ýmissa aðila s.s. til Hestamannafélagsins Neista, Ungmennafélagsins Geisla, Félags eldri borgara í Húnaþingi, Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, Körfuboltaskóla Norðurlands vestra, sóknafnefndar Þingeyraklausturskirkju og Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps og fleiri aðila. Allir styrkirnir eru vegna rekstrar, framkvæmda eða starfsemi félaga á næsta ári.

Hestamannafélagið Neisti fær styrk vegna Landsmóts 2020 að fjárhæð 250.000 krónur og 50.000 króna styrk vegna Svínavatn open 2020.

Félag eldri borgara í Húnaþingi fær 100.000 króna styrk vegna starfsemi félagsins á næsta ári.

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra fær 100.000 króna styrk vegna starfsemi skólans á næsta ári.

Sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju fær allt að 500.000 króna styrk vegna sumaropnunar Þingeyraklausturskirkju á næsta ári en forsenda fyrir greiðslu á fullum styrk er að kirkjan verði opin frá 1. júní til 31. ágúst.

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps fær 40.000 króna styrk vegna starfsemi félagsins á næsta ári.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fær 300.000 króna styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2020.

Skotfélagið Markviss fær 50.000 króna styrk vegna skotíþróttamóts.

Jólasjóður A-Hún. fær 100.000 króna styrk vegna starfsemi sjóðsins á þessu ári og 100.000 styrk vegna starfsemi sjóðsins á næsta ári.

Landgræðsla ríkisins fær 144.000 króna styrk vegna ársins 2019 vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið.

Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Neista fær 200.000 krónur vegna framkvæmda nefndarinnar á næsta ári.

Ungmennafélagið Geisli fær 280.000 króna styrk vegna reksturs félagsins á næsta ári.

AA samtökin á Blönduósi fá 40.000 króna styrk vegna starfsemi samtakanna á árinu 2020.

Stígamót fá um 80.000 króna styrk vegna starfsemi þeirra á næsta ári.

Farskólinn fær 79.000 króna rekstrarstyrk vegna ársins 2020.

Birta, styrktarfélag fær 50.000 króna styrk vegna starfsemi félagsins á árinu 2020.

Húnavatnshreppur sá sér ekki fært að verða við erindi sóknarnefndar Blönduóskirkju um styrk vegna tónleikahalds og ekki heldur við erindi Skotfélagsins Markviss um fjárstuðning vegna uppbyggingar skotsvæðis. Þá var ákvörðun um styrk til Bændasjóðs Bólstaðarhlíðarhrepps, vegna vinnu við ábúendatal, frestað.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga