Tilkynningar | 29. nóvember 2019 - kl. 07:20
Jólatré hjá Skógræktarfélagi A-Hún.

Á Gunnfríðarstöðum á Bakásum verður hægt að fella sitt eigið jólatré laugardaginn 21. desember milli klukkan 11-15. Hafið samband við Pál Ingþór Kristinsson í síma 865 3959.

Verð á jólatrjám er 5.500 krónur og ýmsar tegundir í boði. Fyrir hvert selt jólatré verða gróðursett 6 tré sem binda kolefni fyrir okkur. Nýtum skógrækt til betra lífs fyrir komandi kynslóðir.

Skógarkaffi við varðeldinn en kakóið verður áfram á sínum stað.

Sjá um meðhöndlun jólatrjáa á www.skog.is.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga