Sigurlaug og Hlynur heimsóttu Hugrúnu Sif skólastjóra í dag. Ljósm: tonhun.is
Sigurlaug og Hlynur heimsóttu Hugrúnu Sif skólastjóra í dag. Ljósm: tonhun.is
Fréttir | 28. nóvember 2019 - kl. 21:58
Tónlistarskóla A-Hún. færð gjöf

Þau heiðurshjón Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir og Hlynur Tryggvason á Blönduósi komu heldur betur færandi hendi í Tónlistarskóla A-Hún. í dag er þau færðu skólanum klarinett að gjöf til minningar um Hönnu Lísu barnabarn þeirra.

Hanna Lísa stundaði nám við tónlistarskólann og lærði m.a. á blokkflautu, píanó, gítar og klarinett. „Um leið langar okkur að þakka skólanum og starfsmönnum hans frábært starf í þágu tónlistarmenningar í héraðinu“ sögðu þau Silla og Hlynur. „Við þökkum hjónunum kærlega fyrir fallega og höfðinglega gjöf. Minningin um yndislega stelpu og frábæran nemanda lifir í hjörtum okkar“ segir á heimasíðu skólans www.tonhun.is.  

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga