Frá afhendingunni í dag
Frá afhendingunni í dag
Fréttir | 28. nóvember 2019 - kl. 22:13
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar afhentu höfðinglegar gjafir til HSN á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu HSN á Blönduósi í dag höfðinglega gjöf, með stuðningi Samtaka Austur Húnvetnskra kvenna, en um er að ræða lyftibaðstól, Sara Stedy skutlu og lyfjastól. Er það von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar Hollvinasamtakanna, fulltrúar Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi og fulltrúar kvenfélaganna í sýslunni.  

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga