Fréttir | 01. desember 2019 - kl. 14:24
Jólahlaðborð í Félagsheimilinu á Blönduósi þann 7. desember n.k.
Tilkynning frá Hafa gaman og Retro

Hafa Gaman og Retro minna á jólahlaðborðið í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 7. desember n.k. Jólahlaðborðið verður með aðeins breyttu sniði í ár þar sem veitingarnar verða í höndum matreiðslumannsinns Jóhanns Jónssonar sem rekur veisluþjónustu Ostabúðarinnar.

Jólahúnar munu sjá um söng og skemmtun frameftir kvöldi. Jólahúnar samanstanda af 6 manna hljómsveit og 8 söngvurum allt fólk úr Húnavatnssýslunum.

Jón Örn Stefánsson sér um að borðhald fari vel fram.

Forréttir verða bornir fram á hvert borð og þar verður að finna:

 • Sinneps- estragon síld  með sýðrum agúrkum
 • Grafið ærfille  með basil-kasjúhetudressingu og klettasalati
 • Heitreykt gæsabringa með hindberjavinagrette og sesamfræjum
 • Villibráðapaté með púrtvínshrærðu rifsberjahlaupi
 • Hátíðarlifrarkæfa með hindberjum og ristuðum möndlum
 • Fennelgrafinn -og reyktur lax með sinneps-dillsósu
 • Laufabrauð, rúgbrauð og smjör

Í aðalrétt verður boðið uppá:

 • Sinnepsgljáðan hamborgarhrygg
 • Hægeldað hangilæri
 • Hægeldaðan lambaframpart í timian-hvítlauk marineringu
 • Timían -og títuberja marineraða kalkúnabringu

Meðlæti:

 • Sykurbrúnaðar kartöflur
 • Íslenskar kartöflur í uppstúf
 • Hvítlauksristað rótargrænmeti,
 • Grænar baunir og pikklað rauðkál og sýrðar agúrkur.
 • Waldorf salat
 • Ferskt salat
 • Villisveppasósa.
 • Rauðvínssósa.

Eftirréttir verða bornir fram sem canape á hvert borð:

 • Riz-a la mande í möndlubollum með kirsuberjasósu
 • Frönsk súkkulaðikaka
 • Blandaðar  makkarónur
 • Skógaberjakaka með rjóma
 • Piparkökur
 • Kókosstoppar
 • Ferskir ávextir
 • Kaffi

 

Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald mun hefjast uppúr kl. 20:00. Verð kr. 9.900 á mann.

Skráningafrestur er út þriðjudaginn 3. desember og hægt er að skrá sig í síma 6634789 Kristín eða senda tölvupóst á hafagaman15@gmail.com.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

 

 

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga