Frá aðventukvöldinu. Ljósm: FB/Skagastrandarprestakall
Frá aðventukvöldinu. Ljósm: FB/Skagastrandarprestakall
Barnakórinn á aðventukvöldinu. Ljósm: FB/Skagastrandarprestakall
Barnakórinn á aðventukvöldinu. Ljósm: FB/Skagastrandarprestakall
Fréttir | 03. desember 2019 - kl. 09:10
Hátíðleg og ljúf stund í Hólaneskirkju

Aðventukvöldið í Hólaneskirkju á sunnudaginn var hátíðleg og ljúf stund. Kirkjukórinn og barnakórinn snertu hjörtu kirkjugesta með fallegum jólalögum en þær Hugrún Sif organisti og Ástrós Elísdóttir kórstjóri kunna svo sannarlega að laða fram það besta sem býr í röddum söngfólksins. Þá fluttu fermingarbörn helgileikinn Boðorðin 9 og Ástrós sagði frumsamda jólasögu þar sem sögusviðið er Skagaströnd og Spákonufell.

Sagt er frá þessu á Facebook síðu Skagastrandarprestakall og þar má sjá myndir frá kvöldinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga