Fréttir | 05. desember 2019 - kl. 10:30
Fuglarnir í garðinum - fyrirlestur á Sauðárkróki

Fuglarnir í garðinum er heiti á fyrirlestri sem haldinn verður í kvöld klukkan 20-21 á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Náttúrustofu Norðurlands vestra. Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu fugla í nærumhverfi okkar og þær fuglategundir sem má vænta í góðum fuglagarði. Þar verður einnig vikið að því hvernig má laða að fugla og hvaða fuglategundir hafa nýlega numið land á Norðurlandi vestra.

Fyrirlesari er Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur sem tók nýlega til starfa hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra en hans meginviðfangsefni til fjölda ára snýr að fuglum. Þetta erindi hentar öllum sem eru áhugasamir um náttúruna og umhverfið í kringum sig, jafnt ungum sem öldnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga