Fréttir | 05. desember 2019 - kl. 14:37
Styrkir veittir úr Smávirkjanasjóði

Þrjár umsóknir fyrir fjóra virkjanakosti bárust Smávirkjanasjóði Norðurlands vestra en auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 30. október. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á svæðinu. Umsóknirnar vörðuðu úthlutun sjóðsins í Skrefi 2 sem snýr að mati á virkjanalegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaðar.

Minnisblað fagráðs Smávirkjanasjóðsins var lagt fram á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á þriðjudaginn. Stjórn SSNV samþykkti tillögu fagráðsins um að veita styrki til tveggja virkjanakosta í Stóru-Gilja, samtals 2 milljónir króna og til Skagavirkjunar, einnig 2 milljónir króna. Þriðja umsóknin uppfyllti ekki matsreglur sjóðsins um Skref 2 og var því hafnað.

Í fagráðinu voru Erla Björk Þorgeirsdóttur, sem var formaður, Þórey Edda Elísdóttir og Kristján Óttar Eymundsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga