Úr skýrslu Byggðastofnunar.
Úr skýrslu Byggðastofnunar.
Fréttir | 06. desember 2019 - kl. 15:29
Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra 83% af landsmeðaltali

Heildaratvinnutekjur á Norðurlandi vestra árið 2018 námu 22,4 milljörðum króna og höfðu aukist um tæpan milljarð frá árinu 2017 eða um 4,5%. Frá árinu 2008 hafa atvinnutekjur á svæðinu aukist um 2,3 milljarða eða um 11,6% sem innan við helmingur af landsmeðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um atvinnutekjur árin 2008-2019 eftir atvinnugreinum og landshlutum. Skýrslan byggir á gögnum sem fengin voru frá Hagstofu Íslands sem vann þau úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra.

Í skýrslunni kemur fram meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra eru 83% af landsmeðaltali. Í Húnavatnssýslum er hlutfallið 77% en 88% í Skagafirði. Hlutfall atvinnutekna kvenna á svæðinu var 41% árið 2018 sem er aðeins yfir landsmeðaltali. Í Húnavatnssýslum var það 43,6% en tæp 40% í Skagafirði. Stærstu atvinnugreinar á Norðurlandi vestra mældar í atvinnutekjum voru fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsmál. Þar á eftir voru stjórnsýsla- og almannatryggingar og verslun. Þá er nefnt að 14,5% allra atvinnutekna af landbúnaði komu af Norðurlandi vestra.

Lesa má skýrsluna hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga