Af vef Veðurstofu Íslands, www.vedur.is
Af vef Veðurstofu Íslands, www.vedur.is
Fréttir | 08. desember 2019 - kl. 21:16
Vont veður í vændum

Veðurspáin er ekki glæsileg fyrir miðbik vikunnar og líklegt að versta veður vetrarins hingað til skelli á landið á þriðjudaginn. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og allt vestanvert landið þann dag. Samkvæmt Veðurstofunni er útlit fyrir norðaustan og síðan norðan rok, jafnvel ofsaveður, með snjókomu eða éljum og skafrenningi.

Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni eða slysum ef aðgát er ekki höfð og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og að ganga frá lausum munum og sýna varkárni.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga