Ólöf, fyrir miðju, ásamt fulltrúum stjórnar Velferðarsjóðs. Ljósm: hunathing.is
Ólöf, fyrir miðju, ásamt fulltrúum stjórnar Velferðarsjóðs. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 08. desember 2019 - kl. 21:27
Gjöf til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom og átti fund með fulltrúum stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra á föstudaginn og færði sjóðnum að gjöf 516.000 krónur. Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár og á umliðnu ári hefur hún farið vítt og breitt um Norðvesturland og selt gestum og gangandi nú síðast á jólamarkaðnum í Félagsheimilinu Hvammstanga. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.

Þar kemur fram að þetta er þriðja árið í röð sem Ólöf leggur Velferðarsjóðnum lið og hefur hún styrkt sjóðinn samtals 1,4 milljónir króna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga