Af vef Veðurstofunnar, www.vedur.is
Af vef Veðurstofunnar, www.vedur.is
Fréttir | 09. desember 2019 - kl. 11:08
Appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn

Veðurstofa Íslands hefur uppfært viðvörun vegna veðurs, úr gulri viðvörun í appelsínu gula. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er útlit fyrir norðaustan og síðan norðan rok á morgun þriðjudag, jafnvel ofsaveður eða 23 til 33 m/s, með talsverðri eða mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga