Veðrið nú rétt fyrir klukkan 20. Mynd frá Vegagerðinni.
Veðrið nú rétt fyrir klukkan 20. Mynd frá Vegagerðinni.
Fréttir | 10. desember 2019 - kl. 19:59
Fá atviki komið á borð lögreglu á Blönduósi

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarfélaginu Blöndu hafa verið að störfum á Blönduósi í dag en óveðrið magnaðist er líða tók á daginn, hávaðarok og blautur snjór. Þakplötur losnuðu í hesthúsahverfinu og einhverjir vegfarendur hafa lent utan vegar á svæðinu. Haft er eftir Höskuldi B. Erlingssyni á vef Fréttablaðsins að fá atviki hafi komið á borð lögreglunnar og að engin slys hafi orðið á fólki.

Enn er mjög hvasst eða um 33 m/s og fer upp í 44 m/s í hviðum. Gert er ráð fyrir að það versta verður yfirstaðið í nótt en áfram verður appelsínugul viðvörun í gangi á morgun. Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga