Skjáskot af N4.
Skjáskot af N4.
Fréttir | 11. desember 2019 - kl. 13:00
Jólasveinarnir hans Óla

Fyrir skömmu var sjónvarpsstöðin N4 á Skagaströnd og heimsótti Magnús Jónsson, fyrrum sveitarstjóra, sem tálgar jólasveina við Sunnuveg sem hann kallar Jólaóróaseggi. En það er ekki bara við Sunnuveginn sem jólasveinar eru tálgaðir því við Bogabraut situr Ólafur Bernódusson stundum löngum stungum og tálgar jólasveina, stóra og smáa, beina og bogna, glaða og fýlda. N4 heimsótti Ólaf líka og afraksturinn má sjá á Facebook síðu sjónvarpsstöðvarinnar.

„Jólasveinar eru grófir gæjar og þess vegna pússa ég þetta ekki neitt, læt hnífaförin sjást og hef þetta svolítið gróft. Þeir eru jafn mismunandi eins og þeir eru margir, rétt eins og við mannfólkið - sem betur fer, enda er það fjölbreytileikinn sem færir lífinu lit,“ segir Ólafur í viðtalinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga