Tilkynningar | 12. desember 2019 - kl. 13:06
Frá Almannavarnarnefnd Húnavatnssýslu
Einar Kristján Jónsson formaður

Fyrir hönd Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna vil ég þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum, svo sem björgunarsveitum, lögreglunni, starfsmönnum Rarik, starfsmönnum Vegagerðarinnar og öllum öðrum sem hafa lagt sig fram, síðustu daga við að aðstoða íbúa Húnavatnssýslna í því veðri sem gengið hefur yfir. Það er í raun ótrúlegt að heyra af æðruleysi fólks gagnvart því sem hefur gengið á.

Án ykkar hefði þetta ekki gengið svona vel.

Að öllum öðrum ólöstuðum eru það björgunarsveitirnar sem eiga skilið mestu þakkir fyrir sitt framlag. Aðgerðir sem þessar ganga ekki eins vel og þær almennt gera hjá björgunarsveitunum okkar nema af því að þær búa yfir reynslu, samhæfni og dugnaði sem ógerlegt er að lýsa. Björgunarsveitirnar eru héraðssómi. Þeim verður seint þakkað að fullu fyrir framlag sitt til samfélagsins.

Virðingarfyllst,

Einar Kristján Jónsson,
formaður

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga