Frá fundinum á Blönduósi. Ljósm: ssnv.is
Frá fundinum á Blönduósi. Ljósm: ssnv.is
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 14:25
Framtíðarskipan úrgangsmála rædd

Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, sem verið hefur að störfum síðustu 12 mánuði eða svo, hefur að mestu lokið störfum og stefnir á að halda ráðstefnu um úrgangsmál á Akureyri í ársbyrjun 2020. Hópurinn er samstarfsverkefni Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Eyþings – Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Á mánudaginn var haldin kynning á starfi hópsins fyrir sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra.

Einar E. Einarsson annar fulltrúi Norðurlands vestra í hópnum kynnti störf hans og Magnús B. Jónsson stjórnarformaður Norðurár b/s fór yfir framtíðarplön varðandi urðunarstaðinn í Stekkjarvík. Sagt er frá þessu á vef SSNV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga