Fréttir | 13. desember 2019 - kl. 09:33
Húnar fá milljón fyrir óeigingjarnt starf

Björgunarsveitin Húnar í Húnaþingi vestra fær eina milljón króna styrk frá sveitarfélaginu fyrir óeigingjarnt starf, oft við erfiðar aðstæður í þágu samfélagsins. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá í gær. Björgunarsveitarmenn hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að aðstoða fólk í óveðrinu og að koma innviðum samfélagsins í lag. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga