Fréttir | 13. desember 2019 - kl. 11:34
Ungmennaráð Blönduósbæjar stofnað

Blönduósbæjar hefur ákveðið að stofna ungmennaráð og auglýsir á vef sínum eftir tilnefningum í ráðið. Óskað er eftir tveimur fulltrúum og tveimur til vara á aldrinum 16-25 ára. Óskað er eftir að tilnefningar, með nöfnum, berist eigi síðar en 20. desember næstkomandi á netfangið blonduos@blonduos.is. Í auglýsingunni segir að æskilegt sé að tilnefningar séu af báðum kynjum. 

Menningar- tómstunda og íþróttanefnd mun síðan, í samráði við sveitarstjóra, skipa í fyrsta ungmennaráð Blönduósbæjar að fengnum tilnefningum frá Blönduskóla og öðrum samkvæmt  ofangreindu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga