Skjáskot af Fréttablaðinu 4. janúar 2020.
Skjáskot af Fréttablaðinu 4. janúar 2020.
Fréttir | 06. janúar 2020 - kl. 09:31
Fjallað um Vatnsdælurefilinn í Fréttablaðinu

Í helgarblaði Fréttablaðsins er umfjöllun um Vatnsdælurefilinn í Kvennaskólanum á Blönduósi. Rætt er við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur en hún er upphafsmaður refilsins. Fram kemur að nú sé búið að sauma um 22 metra af reflinum af 46. Nálin stóð í mynd af hofi í Vatnsdal þegar Fréttablaðið var á ferðinni. Fyrirmyndin að Vatnsdælureflinum er hinn þýski 70 metra Bayeuxrefill sem fjallar um árás Vilhjálms sigursæla á Írlandi 1066 en hann var vígður með dómkirkjunni í Bayeux árið 1077.

Fram kemur í Fréttablaðinu að margir hafi hjálpast við að sauma Vatnsdælurefilinn en vinnustofan er opin á sumrin og opnuð fyrir hópa samkvæmt samkomulagi á öðrum tímum. Jóhanna hefur umsjón með verkinu og kveðst eiga góðar hjálparhellur sem hlaupi undir bagga ef hún geti ekki verið á staðnum.

„Hugmynd mín var að leyfa fólki að taka þátt í endursögn á sögunni um leið og það viðhéldi þessum gamla útsaumi sem oft er kallaður gamli íslenski saumurinn. Hann er úr stórri grúppu útsaumsaðferða en einangraðist hér á landi á miðöldum og var mikið notaður í kirkjuklæðum. Ég sé um að yfirfæra mynstrin, tek eina teikningu í einu sem er allt upp í sex metrar hver. En það koma fjórir nemendur núna í janúar frá dönskum textílskóla í Danmörku, þeir munu yfirfæra næstu mynd. Þetta er samfélagsverkefni og þannig sá ég það fyrir mér,“ segir Jóhann í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins

Helgarblað Fréttablaðsins má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga