Frá Skagastrandarhöfn
Frá Skagastrandarhöfn
Fréttir | 08. janúar 2020 - kl. 13:17
352 tonna byggðakvóti til Húnavatnssýslna

Sveitarfélög í Húnavatnssýslum fá 352 tonn af almennan byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020 en það er 87 tonnum minna en fiskveiðiárið 2018/2019. Sveitarfélagið Skagaströnd fær mest eða 179 tonn en hefur fengið 300 tonn síðustu ár. Blönduósbær fær 33 tonn en fékk 69 tonn áður og Húnaþing vestra fær 140 tonn ef fékk áður 70 tonn. Samdráttur í heildarúthlutun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 nemur 797 tonnum á landinu öllu. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins en þar má sjá sundurlíðun á úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðalaga.

Nokkrar breytingar verða á heildarúthlutun milli ára og því magni sem einstök byggðarlög fá úthlutað. Á fiskveiðiárinu 2019/2020 er almennum byggðakvóta úthlutað til 45 byggðarlaga í 28 sveitarfélögum í samanburði við 24 sveitarfélög og 42 byggðarlög á fiskveiðiárinu 2018/2019. Þeim byggðarlögum sem fá 300 tonna hámarksúthlutun á fiskveiðiárinu 2019/2020 fækkar um fjögur í þrjú frá fiskveiðiárinu 2018/2019 og fjögur byggðarlög fá 15 tonna lágmarksúthlutun. 

Eftir landshlutum þá eru helstu breytingar frá úthlutun fiskveiðiársins 2018/2019 þær að samdráttur á Austurlandi er 16 tonn, aukning á Norðurlandi eystra er 5 tonn, samdráttur á Norðurlandi vestra er 17 tonn, aukning á Suðurlandi er 26 tonn, samdráttur á Suðurnesjum er 366 tonn, samdráttur á Vestfjörðum er 99 tonn og samdráttur á Vesturlandi er 330 tonn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga