Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 11. janúar 2020 - kl. 10:10
Háskólanemarnir þakklátir Blönduósingum

Hjúkrunar- og læknanemarnir sem lentu í rútuslysinu nærri bænum Öxl í gær eru þakklátir viðbragðsaðilum og íbúum Blönduóss en þeir gistu í Blönduskóla í nótt. Nemarnir voru á leið í samfloti til Akureyrar í skíðaferð í tveimur rútum. Tæplega 50 læknanemar voru í rútunni sem valt. „Við hjúkrunar- og læknanemar sem lentum í og urðum vitni af bílveltunni viljum þakka samfélaginu á Blönduósi fyrir að taka sig saman veita okkur aðstoð og hjálp,“ segir María Kristjánsdóttir hjúkrunarnemi í færslu sem hún birti á Facebook.

Facebook færsla Maríu er svona í heild sinni:

Við erum í góðu atlæti í grunnskólanum með nóg af dýnum, sængum og koddum! Þau opnuðu kjörbúðina sérstaklega fyrir okkur, löngu eftir að hún lokaði. Við höfum aðgang að sturtum í íþróttahúsinu við hliðiná. Einn íbúi kom með sérstaka dýnu fyrir bakveika (ef ske kynni að einhver væri bakveikur) og bauðst einnig til þess að koma með rúm sonar síns! Þetta er alveg hreint magnað og viljum við að íbúar Blönduósar og þeir viðbragðsaðliðar sem hafa verið okkar innan handar viti hversu mikið við metum þetta! Takk!“

Hjúkrunarnemarnir voru í fremri rútunni og þegar rútubílstjórinn varð var við að engin ljós sáust í baksýnisspeglinum var ákveðið að stoppa og kanna aðstæður. Þá kom í ljós að rútan með læknanemunum hafði oltið út af veginum og hafnað á hvolfi. Rúður voru brotnar og blóðugt á vettvangi.

Þrír voru í kjölfarið fluttir með alvarlega áverka, meðal annars beinbrot, með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Annar var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi með sjúkrabíl. Aðstæður á slysstað voru slæmar og var þjóðveginum lokað um tíma vegna slyssins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga