Fréttir | 12. janúar 2020 - kl. 09:32
Ráðuneytið ræður, ekki Isavia

Isavia tekur ekki ákvörðun um viðhaldsmál, þjónustustig eða uppbyggingu flugvallarins á Blönduósi eða öðrum flugvöllum á landinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ákveður slíkt. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í svari til mbl.is vegna orða Guðmundar Hauks Jakobsson, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar um viðhaldsleysi á vellinum.

Í frétt á Húnahorninu í gær var athygli vakin á Facebook færslu Guðmundar Hauks þar sem hann gagnrýndi áhugaleysi Isavia á flugvellinum á Blönduósi, sem væri sá eini við þjóðveg eitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mbl.is fjallaði einnig um málið og ræddi við Guðmund Hauk sem sagði að fólk á svæðinu hafi tuðað yfir þessu máli lengi en lítið gerðist. Það væri hans sýn að Isavia væri að reyna að loka vellinum og þá væri viðhaldi ábótavant. Gagnrýni Guðmundar Hauks kom í kjölfar rútuslyssins sem varð nærri Blönduósi í fyrradag.

Guðjón seg­ir að hjá Isa­via sé skiln­ing­ur fyr­ir þess­um sjón­ar­miðum, en að mik­il­vægt sé að staðreynd­um sé haldið til haga. „Það er ekki Isa­via sem tek­ur þess­ar ákv­arðanir sem þú fjall­ar um held­ur er það áður­nefnt ráðuneyti fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga