Frá afhendingu gjafabréfsins.
Frá afhendingu gjafabréfsins.
Sjúkraþjálfarar ásamt stjórnarmönnum og Ásdísi við æfingartækið.
Sjúkraþjálfarar ásamt stjórnarmönnum og Ásdísi við æfingartækið.
Meðferðarbekkurinn.
Meðferðarbekkurinn.
Sjúkraþjálfararnir Angela, Lisa, Christine og Ásdís Adda.
Sjúkraþjálfararnir Angela, Lisa, Christine og Ásdís Adda.
Fréttir | 12. janúar 2020 - kl. 09:57
Ný tæki formlega afhent HSN á Blönduósi
Frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi byrjuðu nýja árið á því að afhenda formlega HSN á Blönduósi nýjan meðferðarbekk og æfingatæki að andvirði kr. 974.396. Tækin sem þegar eru komin í notkun eru staðsett í aðstöðu sjúkraþjálfara, en við Húnvetningar erum svo lánsamir að hafa fjóra velmenntaða sjúkraþjálfara við stofnunina.

Þeir hafa stórbætt aðstöðuna og nú vantar bara að koma sundlauginni aftur í gagnið. Og það þarf að gerast.

Hollvinasamtökin verða 15 ára á árinu, en þau voru stofnuð 19. apríl 2005.

Við þurfum nauðsynlega að fjölga félögum, því árgjöldin eru okkar eina fasta tekjulind.

Hægt verður að fylla út eyðublöð á biðstofu og hjá sjúkraþjálfurum eftir næstu viku eða hringja í síma 452-4324 eða 680-6013 hjá formanni.

Á fyrstu myndinni eru stjórnarmennirnir Guðmundur Finnbogason, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, Kári Kárason og Ásdís Arinbjarnardóttir yfirhjúkrunarfræðingur HSB sem tók á móti gjafabréfinu. Vegna veðurs vantaði tvo stjórnarmenn, Jóhann Guðmundsson og Sigríði Stefánsdóttur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga