Fögur glitský á himni og daginn tekur að lengja. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fögur glitský á himni og daginn tekur að lengja. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 12. janúar 2020 - kl. 11:00
Daginn búið að lengja um 77 mínútur

Daginn tekur að lengja, hægt og bítandi. Þrjár vikur eru frá vetrarsólstöðum og hefur daginn nú lengt um 77 mínútur á Blönduósi. Sólris á Blönduósi í dag er klukkan 11:18 og sólsetur klukkan 15:40. Lengd dagsins telst því vera 4 klukkustundir og 22 mínútur. Á vetrarsólstöðum 22. desember síðastliðinn var sólris á Blönduósi klukkan 11:47 og sólsetur klukkan 14:54. Lengd dagsins var þá einungis 3 klukkustundir og 5 mínútur.

Upplýsingar þessar má finna á tímatalsvefnum www.timeanddate.com.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga