Við Blönduósflugvöll. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Við Blönduósflugvöll. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 13. janúar 2020 - kl. 09:44
Hver ber ábyrgð á viðhaldsleysi Blönduósflugvallar?

Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á viðhaldsleysi Blönduósflugvallar. Isavia segir að ákvörðun um viðhaldsmál, þjónustustig og uppbyggingu flugvallarins vera hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Í Morgunblaðinu í dag er svo haft eftir Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmanni Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að ráðuneytið skipti sér ekki af því hvernig Isavia ráðstafi fjármunum, „Isavia sér um flugvellina,“.

Ingveldur segir að Isavia forgangsraði verkefnum innan þjónustusamnings, en að þeir fari mestmegnis í að sinna áætlunarfluginu. „Isavia forgangsraðar öllum verkefnum. Þeir hafa þekkingu á þessu og veita upplýsingar um það sem þarf að gera hverju sinni og það er sett í þjónustusamning. Ráðuneytið getur ekki haft skoðun á einstökum þáttum á stökum flugvöllum. Fagþekkingin liggur hjá Isavia.“

Þá segir Ingveldur að flugvöllurinn sé skilgreindur sem lendingarstaður eins og aðrir flugvellir á landinu, nema þeir flugvellir sem flogið sé til með áætlunarflugi. Megnið af fjármagninu fari í að sinna áætlunarflugi og þeim flugvöllum, en Blönduósflugvöllur sé í þjónustusamningi sem ráðuneytið hafi gert við Isavia. „Það þýðir að ef það þarf að nýta flugvöllinn, ef það kemur upp neyð eða eitthvað slíkt, er hann í umsjón Isavia. Það eru þeir sem verða að ræsa út mannskap og gera það sem þarf að gera,“ segi Ingveldur í samtalið við Morgunblaðið í dag.

Tengdar fréttir:

Ráðuneytið ræður, ekki Isavia

Formaður byggðaráðs gagnrýnir Isavia

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga