Ljósm: vedur.is
Ljósm: vedur.is
Fréttir | 13. janúar 2020 - kl. 11:04
Appelsínugul viðvörun frá klukkan 14

Enn er æsingur í veðrinu og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi vestra frá klukkan 14 og til miðnættis. Spáð er Norðaustan, og síðan norðan 18-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll. Snjókoma og skafrenningur verður með lélegu skyggni og ekkert ferðaveður. Hætta er á foktjóni. Þá er athygli vakin á því að  það er nærri stórstreymt og vegna lágs loftþrýstings og áhlaðaenda megi búast við óvenju hárri sjávarstöðu á flóði.

Appelsínu gul viðvörun er nærri um allt land eins og sjá má á meðfylgandi mynd.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Vegagerðin hefur gefið út að óvissustig verði á Holtavörðuheiðu eftir klukkan 15 vegna slæmrar veðurspá. Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga