Ljósm: vedur.is
Ljósm: vedur.is
Fréttir | 13. janúar 2020 - kl. 21:29
Appelsínugul viðvörun áfram í gildi

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra næsta sólarhringinn og rúmlega það. Spáð er norðaustan og síðar norðan hríð, 18-25 metrum á sekúndu, með vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Með þessu fylgir snjókoma, skafrenningur og lélegt skyggni. Ekkert ferðaverður og hætta er á foktjóni. Þá er nærri stórstreymt og má búast við óvenju hárri sjávarstöðu á flóði enda loftþrýstingu lágur. Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra á morgun þriðjudag vegna slæmrar veðurspár.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir allt landið á morgun nema Norðurland eystra og Austfirði en þar sem gul viðvörun gildir.

Fylgist vel með veðri á vef Veðurstofu Íslands og með færð á vegum hjá Vegagerðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga