Í lok frumsýningar. Ljósm: FB/Elín “sk Magnúsdóttir.
Í lok frumsýningar. Ljósm: FB/Elín “sk Magnúsdóttir.
Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 10:46
Góður rómur gerður að sýningu Magnúsar

Sýningin Öxin – Agnes og Friðrik, var frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi á sunnudaginn. Þar fór Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum á kostum þegar hann rifjaði upp síðustu aftöku Íslandssögunnar. Þennan dag voru 190 ár liðin frá því Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson létu lífið á höggstokki í Vatnsdalshólum, 12. janúar 1730. Á vefnum Tímarit Máls og menningar fjallar Silja Aðalsteinsdóttir um frumsýninguna.

„Það var auðvelt að hrífast með Magnúsi og trúa hverju orði sem hann sagði. Hann er sagnamaður af bestu gerð, sjór af fróðleik, skýr og skilmerkilegur, rökfastur, kíminn og hefur vísur á hraðbergi til að krydda og skemmta,“ segir Silja en lesa má umfjöllun hennar hér.

Uppselt var á frumsýninguna en næsta sýning verður laugardaginn 18. janúar klukkan 20-22. Þriðja sýningin verður svo haldin sunnudaginn 26. janúar klukkan 16-18.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga