Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 16:41
Rás 1 liggur niðri í Húnaþingi

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að vegna bilunar í útsendingarkerfi Ríkisútvarpsins liggja útsendingar Rásar 1 niðri á svæði frá utanverður Hrútafirði að hluta Skagafjarðar þar með talið eru Hólmavík, Hvammstanga, Blönduós Skagaströnd og innsti hluti Skagafjarðar. Hægt er að ná útsendingum RÚV á öðrum miðlum svo sem í Rúv Appinu, á sjónvarpsdreifikerfum símafélaga, á vefnum okkar ruv.is og á Langbylgju frá Gufuskálum á 189kHz.

Ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur, en vegna veðurs verður það aldrei fyrr en seinni part á morgun miðvikudag. Rás 2 er inni og virk á þessu svæði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga