Fréttir | 15. janúar 2020 - kl. 07:35
Gul viðvörun til klukkan 15 í dag

Gul viðvörum er í dag á Norðurlandi vestra og gildir hún til klukkan 15. Nú er hvasst, 13-20 metrar á sekúndu og má búast við snjókomu og skafrenningi með takmörkuðu skyggni. Búast má við samgöngutruflunum. Vetrarfærð er um mest allt land. Vegir eru víða ófærir eða lokaðir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Vegirnir um Holtavörðuheiði, Þverárfjall og Vatnskarð eru lokaðir sem og um Öxnadalsheiði. Skólahald fellur niður á Húnavöllum í dag.

Fylgist vel með veðri á vef Veðurstofu Íslands og með færð á vegum hjá Vegagerðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga