Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 15. janúar 2020 - kl. 11:47
Ãhugaverðir viðburðir í Húnaþingi vestra

Vert er að minna á nokkra viðburði sem eru framundan í Húnaþingi vestra í þessa vikuna. Fyrst má nefna Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra en hún verður haldi í Félagsheimilinu á Hvammstanga í annað kvöld klukkan 19 en halda átti keppnina í kvöld. Á morgun, 16. janúar klukkan 16, opnar sýning á Bóka- og héraðsskjalasafninu á 17 myndverkum Halldórs Péturssonar úr Grettis sögu.

Myndirnar eru gjöf frá Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu, sem nýlega var lagður niður. Heitt verður á könnunni. Sýningin mun svo standa áfram á safninu, en opnunartími safnsins er frá 12-17 alla virka daga.

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 16. janúar klukkan 20-21 verður opinn fyrirlestur í Selasetrinu. Þar ætlar Dr. Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur að fjalla um selveiðihlunnindi við Húnaflóa frá 17. öld til 20. aldar. Sjá nánar hér.

Á föstudaginn, 17. janúar klukkan 18-19:30 býður Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga upp á fyrirlestur um lýðheilsu og fer hann fram í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Systurnar og knattspyrnukonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur ræða um andlegan styrk og mikilvægi góðrar næringar. Sjá nánar hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga