Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 16. janúar 2020 - kl. 09:08
Skaplegt veður loksins

Tími veðurviðvarana er lokið, í bili að minnsta kosti, og flestir fjallvegir færir á Norðurlandi vestra eða unnið að mokstri þeirra. Vetrarfærð er á flestum leiðum. Spáð er norðaustan 5-13 metrum á sekúndu í dag með dálitlum éljum hér og þar í nótt, annars hægari og þurrt. Suðaustan 3-10 metrar á sekúndu og skýjað með köflum á morgun og hiti um frostmark. Allt skólahald í Húnaþingi ætti að vera komið í eðlilegt horf.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga