Fréttir | 18. janúar 2020 - kl. 08:14
Brunavarnir A-Hún. í nýtt húsnæði

Breytingar eru í farvatninu í húsnæðismálum Brunavarna Austur-Húnvetninga. Búið er að samþykkja kauptilboð BAH í fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi sem er í eigu Léttitækni ehf. og er 486 fermetrar að stærð. Kaupverðið er 62 milljónir króna og á afhending eignarinnar að fara fram 1. maí næstkomandi. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um fjármögnun og staðfestingu stjórnar og eigenda BAH. Stjórn hefur gefið sitt samþykki sem og Blönduósbær en beðið er eftir samþykki Húnavatnshrepps.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur jafnframt samþykkt einfalda ábyrgð vegna lántöku BAH hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70 milljónir króna til allt að 37 ára, að því er fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar frá í gær.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga