Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 18. janúar 2020 - kl. 08:13
Sunnan stormur eða rok
Appelsínugult ástand

Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra í nótt og gildir til hádegis á morgun eða frá 02:00-12:00. Ágætis veður verður í dag en svo er enn ein lægði á leiðinni sem skellur á landið síðdegis. Spáð er stormi eða roki, 20-28 metrum á sekúndu. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 metrum á sekúndu, að því er segir í spá Veðurstofu Íslands. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Eftir hádegi á morgun er svo gul viðvörun í gildi á Norðurlandi vestra fram til miðnættis. Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga