Fréttir | 22. janúar 2020 - kl. 10:20
Styrkur vegna frístundakorts

Sveitarfélagið Skagaströnd vekur athygli á því á vef sínum að foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á styrk fyrir hvert barn á grunnskólaaldri sem tekur þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Frestur til þess að skila gögnum vegna frístundaþátttöku á síðasta ári er í síðasta lagi 31. janúar næstkomandi. Eftir það fellur rétturinn niður.

Sveitarfélagið hvetur foreldra til að nýta styrkinn áður en fresturinn rennur út. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga