Fréttir | 23. janúar 2020 - kl. 09:16
Gulur dagur

Gul viðvörun er í gildi í dag á Norðurlandi vestra. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 18-25 metrum á sekúndu. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á fjallvegum. Samkvæmt Vegagerðinni er vegurinn um Vatnsskarð lokaður og einnig um Þverárfjall.

Fylgist vel með veðri á vef Veðurstofu Íslands og með færð á vegum hjá Vegagerðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga