Fréttir | 26. janúar 2020 - kl. 20:03
Hreppaþorrablót í Félagsheimilinu á Blönduósi 8. feb.
Tilkynning frá undirbúningsnefnd

Hreppaþorrablótið verður haldið laugardaginn 8. febrúar næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar klukkan 19:30 en borðhald hefst klukkan 20:30.

Hafa gaman ehf. sér um matinn og veislustjóri verður Ingvar Jónsson. Stulli og co. sjá um að halda uppi trylltum dansi fram á nótt. Skemmtiatriði verða í boði þorrablótsnefndarinnar.

Miðapantanir berist í síðasta lagi fyrir mánudaginn 3. febrúar til eftirtalinna:

Magnús, Syðra Hóli sími 868-6270

Ingþór, Gilá sími 862-9271

Guðrún Rut, Efri Mýrum sími 695-8766/566-8820

Óli Valur, Steinholti sími 834-4070

Sara Björk, Uppsölum sími 849-6995

Einnig er hægt að panta miða hjá: thorrablot2020@gmail.com. Hægt verður að kaupa miða í félagsheimilinu föstudaginn 7. febrúar milli kl. 16:00-18:00. Greiðsla leggist inn á reikning 0307-13-301017 kt. 480109-0900. Skýring sendist á thorrablot2020@gmail.com.

Enginn posi, miðverð kr. 7.900,-.

Hvorki gos ná áfengi verður selt í húsinu.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga