Spaugið | 04. febrúar 2020 - kl. 10:58
Sherlock og Watson

Sherlock Holmes og Dr. Watson fóru í útilegu. Eftir að hafa gætt sér á góðum mat og drukkið flösku af víni, bjuggu þeir um sig og fóru að sofa.

Fáeinum tímum seinna vaknar Hólmes og stuggar við hinum trygga vini sínum.  “Watson, líttu upp í himininn og segðu mér hvað þú sérð?

"Ég sé milljón miljónir af stjörnum, Holmes" svaraði  Watson.

"Og hvað ályktar þú af því?"

Watson hugsaði málið um stund.

" Nú stjarnfræðilega segir það mér að til eru milljónir af stjörnuþokum og mögulega biljónir af  plánetum." 

"Stjörnuspekilega sé ég að Satúrnus er í ljóninu."

"Tímafræðilega dreg ég þá ályktun að klukkan sé korter yfir þrjú."

"Veðursfræðilega, er líklegt að dagurinn á morgunn verði falllegur."

"Guðfræðilega get ég séð að Guð er almáttugur og að við erum smá og lítilfjörleg í alheiminum.

En hvaða ályktanir dregur þú Holmes?"

Holmes var þögull um stund. 

"Watson, kjáni getur þú verið" sagði hann svo. "Það hefur einhver stolið tjaldinu okkar."

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga