Fréttir | 07. febrúar 2020 - kl. 11:02
Læsisstefna leik- og grunnskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

Á vefjum Blönduósbæjar, Skagastrandar og Húnaþings vestra er athygli vakin á læsisstefnu Austur-Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra og leikskóla Strandabyggðar. Leik- og grunnskólar í Húnavatnssýslum og í Strandabyggð hafa um nokkurt skeið unnið að læsisstefnu skólanna. Markmiðið með sameiginlegri læsisstefnu var að samræma kennsluhætti og námsmat og efla læsi. Unnin var heildstæð stefna af fulltrúum allra leik- og grunnskóla á svæðinu ásamt fræðslustjóra Austur-Húnavatnssýslu.

Áhersla var lögð á að allir fengju að hafa áhrif á mótun stefnunnar og hún unnin þvert á skólastig. Út frá þeirri vinnu var gerður bæklingur með helstu áherslum úr stefnunni. Bæklinginn má nú finna á heimasíðum skólanna og sveitarfélaganna, eða með því að smella hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga