Fréttir | 09. febrúar 2020 - kl. 12:39
Norðan hríðarveðri spáð á mánudaginn

Gul veðurviðvörun verður í gildi á morgun, mánudag, en spáð er norðan hvassviðri á Norðurlandi vestra, 13-20 metrum á sekúndu, með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni. Búast má við vondum akstursskilyrðum og eru ferðalangar hvattir til að sýna varkárni. Á vegum landsins er vetrarfærð, hálka og hálkublettir víðast hvar og sumstaðar éljagangur. Vegagerðin varar við skemmdum á vegum vegna hlýinda en víða eru slæmar holur í bundnu slitlagi. Einnig er varað við slitlagsblæðingum á þjóðvegi eitt frá Holtavörðuheiði að Öxnadal. 

Sjá nánar um veðrið á vef Veðurstofu Íslands.

Sjá nánar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga