Í heimsókn hjá Ísgel. Ljósm: FB/Áslaug Arna.
Í heimsókn hjá Ísgel. Ljósm: FB/Áslaug Arna.
Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún í Heimilisiðnaðarsafninu. Ljósm: FB/Áslaug Arna.
Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún í Heimilisiðnaðarsafninu. Ljósm: FB/Áslaug Arna.
Fréttir | 10. febrúar 2020 - kl. 14:25
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Blönduósi

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, ásamt aðstoðar- og starfsfólki, heimsótti Blönduós í gær en nú standa yfir kjördæmisdagar á Alþingi. Heimsóknin hófst með stuttum fundi og kaffiveitingum í Heimilisiðnaðarsafninu þar sem Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, Valdimar Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar og Elín S. Sigurðardóttir, safnstjóri, fluttu stutt ávörp og kynningu. Þar voru einnig forsvarsmenn og eða eigendur þeirra fyrirtækja sem heimsótt voru í framhaldi af fundinum. Eftir líflegar umræður þakkaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins móttökurnar.

Hópi gesta var skipt í tvennt og fór annar hópurinn í SAH afurðir, Vilkó og Trésmiðjuna Stíganda, en hinn heimsótti Ullarþvottastöð ístex, N1 Píparann, Ísgel og Átak. Heimsóknir sem þessar eru mikilvægar bæði fyrir þingmenn og aðstoðarfólk þeirra svo og þau fyrirtæki sem voru heimsótt, til að auka gagnkvæm kynni og þekkingu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga