Fréttir | 11. febrúar 2020 - kl. 19:19
Fyrirlestur um selarannsóknir við Selasetur Íslands

Dr. Sara Granquist, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs Selaseturs Íslands á Hvammstanga, heldur opinn fyrirlestur í Selasetrinu 20. febrúar næstkomandi. Þar ætlar hún að gefa yfirlit yfir selarannsóknir sem hafa verið stunduð við Selasetrið í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun, allt frá því að rannsóknardeild Selasetursins hóf störf og þar til dagsins í dag eða frá 2008-2020. Fyrirlesturinn er á íslensku og hefst  klukkan 20:20 en húsið opnar klukkan 20.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir helstu rannsóknarverkefnin á líffræði og vistfræði sela, aðferðir við selarannsóknir útskýrðar og niðurstöður kynntar. Einnig verður farið yfir hvaða þýðingu slíkar rannsóknir hafa fyrir selastofna við strendur landsins, sem og fyrir samfélagið.

Þá verður fjallað um útbreiðslu landsela og útsela og breytingar á stofnstærð frá því að talningar hófust árið 1980, sem og um rannsóknir á fæðuvali sela og samspil sela við sjávarútveginn og laxveiðar. Að auki verður fjallað um áhrif ferðamennskunnar á seli og hvernig er hægt að lágmarka neikvæð áhrif vegna truflanir af mannavöldum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga