Frá 112 deginum í gær. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Frá 112 deginum í gær. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Ljósm: FB/Brunavarnir A-Hún.
Ljósm: FB/Brunavarnir A-Hún.
Ljósm: FB/Brunavarnir A-Hún.
Ljósm: FB/Brunavarnir A-Hún.
Fréttir | 12. febrúar 2020 - kl. 11:06
112 dagurinn á Blönduósi

112 dagurinn var haldinn um land allt í gær. Á Blönduósi hittust viðbragðsaðilar á svæðinu við lögreglustöðina og fóru þaðan í hópakstur um bæinn. Áhugasamir gátu svo skoðað tækin og annan búnað að hópakstri loknum. Þar var Hauki Eldjárn Gunnarssyni, nemanda í Blönduskóla, veitt verðlaun fyrir þátttöku og rétt svör í eldvarnargetraun sem nemendur í þriðja bekk Blönduskóla og Húnavallaskóla tóku þátt í, eftir árlegt eldvarnarátak.

Á Facebook síðu Brunavarna A-Hún. eru þakkir færðar öllum þeim sem tóku þátt og lögðu leið sína á viðburðinn, en hann heppnaðist einstaklega vel. Meðfylgjandi myndi tók róbert Daníel Jónsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga