Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 12. febrúar 2020 - kl. 20:31
Brjálað veður á föstudaginn

Gula veðurviðvörunin sem var í gildi fyrir föstudaginn hefur nú fengið appelsínugulan lit. Samkvæmt Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, verður hreinlega brjálað veður á landinu á föstudaginn. Á Norðurlandi vestra og Ströndum er spáð austan stormi eða rok með vindhraða á bilinu 20-30 metrar á sekúndu, hvassast á fjallvegum. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 metrar á sekúndu.

Einnig er spáð talsverðum éljagangi á annesjum og heiðum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Appelsínugula viðvörunin gildir frá klukkan 06:00 á föstudagsmorgun og fram yfir miðnætti.

Blönduósbær hefur ákveðið að sorp verður sótt í dreifbýli á fimmtudag í stað föstudags vegna slæmrar veðursspár.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga