Fréttir | 13. febrúar 2020 - kl. 07:53
Framsókn boðar til opinna funda í Húnaþingi

Á kjördæmadögum Alþingis fer þingflokkur Framsóknarflokksins á 50 fundi um allt landi undir yfirskriftinni „Áfram veginn“. Þrír slíkir fundir verða haldnir í Húnaþingi í dag. Sá fyrsti fer fram klukkan 12 í Sjávarborg á Hvammstanga en þar ætla Sigurður Ingi og Líneik Anna að taka á móti gestum. Hinir tveir fundirnir fara fram á sama tíma, klukkan 17, á Skagaströnd og Blönduósi. Fundurinn á Skagaströnd verður á Kaffi Bjarmanesi þar sem Halla Signý og Þórarinn Ingi að taka á móti gestum.

Fundurinn á Blönduósi verður á veitingahúsinu Teni en þar ætlar Sigurður Ingi og Líneik Anna að taka á móti gestum.

„Fundirnir verða opnir öllum og viljum fá sem flest viðhorf landsmanna – hlusta eftir því hvað það er sem brennur helst á fólki. Það yrði okkur mjög gott veganesti í baráttu Framsóknar fyrir vorið, jafn mikilvægt afl í íslensku samfélagi og Framsókn er,“ segir í tilkynningu frá Framsókn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga