Skjáskot af atvinnublaði Morgunblaðsins í dag.
Skjáskot af atvinnublaði Morgunblaðsins í dag.
Fréttir | 13. febrúar 2020 - kl. 11:54
Blönduósbær bendir á spennandi tækifæri

Blönduósbær birtir heilsíðuauglýsingu í atvinnublaði Morgunblaðsins í dag þar sem vakin er athygli á fjölda starfa sem eru í boði hjá sveitarfélaginu, stofnunum og fyrirtækjum í bænum. Þá er einnig birtur listi yfir fasteignir sem eru til sölu á Blönduósi alls 15 talsins. „Blönduós er helsta þjónustumiðstöð landbúnaðar og ferðamennsku á Norðurlandi vestra. Staðsett á einu stórbrotnasta bæjarstæði landsins, umvafin fallegri náttúru. Blönduós er kraftmikið vaxtarsvæði með öflugri uppbyggingu iðnaðar, íbúðarhúsnæðis og þjónustu fyrir barnafjölskyldur,“ segir í auglýsingunni.

Auglýst eru störf leikskólakennara í 100% stöður frá og með 6. ágúst 2020 hjá leikskólanum Barnabæ. Kjötiðnaðarmaður óskast hjá SAH afurðum í 100% starf. Yfirhjúkrunarfræðingur hjúkrunarsviðs og hjúkrunarfræðingur óskast hjá Heilbrigðistofnun Norðurlands á Blönduósi. Þar vantar einnig í sumarafleysingar starfsmann í eldhús, sjúkraflutningamann, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, starfsmenn í aðhlynningu, móttökuritara, starfsmenn í býtibúr og starfsmann við ræstingu. Þá er auglýst eftir vefforrita hjá Etix Everywhere Borealis gagnaverinu, eftir pípulagningarmanni hjá N1 Píparanum, rafvirkja hjá Tengli og landpósti hjá Póstinum.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga