Fréttir | 13. febrúar 2020 - kl. 14:53
Kormákur/Hvöt spilar í B-riðli í sumar

Búið er að ákveða riðlaskiptingu 4. deildar í knattspyrnu karla á Íslandsmótinu 2020. Alls mæta 32 lið til leiks þegar keppnin hefst í maí en það er einu liði fleira en í fyrra. Átta lið eru í hverju riðli að þessu sinni og fjögur ný lið eru með í ár, Íþrótta- og bolta­fé­lag upp­sveita, Skandi­nav­ía, Knatt­spyrnu­fé­lagið Bessastaðir (KFB) og Blix. Þrjú eru hætt frá síðasta ári, Reykja­vík­urliðin Fenrir, Kóng­arn­ir og Úlfarn­ir. Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar spilar í B-riðli.

Riðlarnir eru þannig skipaðir:

A-riðill:
Afr­íka (Reykja­vík), GG (Grinda­vík), ÍBU (Árnes­sýsla), ÍH (Hafn­ar­fjörður), KFS (Vest­manna­eyj­ar), Létt­ir (Reykja­vík), Vatna­lilj­ur (Kópa­vog­ur), Ýmir (Kópa­vog­ur).

B-riðill:
Álafoss (Mos­fells­bær), Björn­inn (Reykja­vík), KFR (Rangár­valla­sýsla), Kor­mák­ur/​Hvöt (Húna­vatns­sýsla), Skandi­nav­ía (Reykja­vík), Snæ­fell (Stykk­is­hólm­ur), SR (Reykja­vík), Stokks­eyri (Árborg).

C-riðill:
Ásvell­ir (Hafn­ar­fjörður), Ber­serk­ir (Reykja­vík), Ham­ar (Hvera­gerði), Ísbjörn­inn (Kópa­vog­ur), KFB (Álfta­nes), KM (Reykja­vík), Sam­herj­ar (Eyja­fjarðarsveit), Skalla­grím­ur (Borg­ar­nes).

D-riðill:
Árborg (Sel­foss), Blix (Kópa­vog­ur), Hvíti ridd­ar­inn (Mos­fells­bær), Hörður (Ísa­fjörður), KB (Reykja­vík), KH (Reykja­vík), Kría (Seltjarn­ar­nes), Mídas (Reykja­vík).

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga