Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 13. febrúar 2020 - kl. 15:40
Skólahald raskast í Húnaþingi á morgun
Fréttin hefur verið uppfærð

Allt skólahald í Húnavatnssýslum fellur niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar vegna slæmrar veðurspár. Íþróttahúsið og sundlaugar verða einnig lokaðar. Vegagerðin hefur birt yfirlit yfir þá vegi sem eru á óvissustigi vegna veðursins sem er á leiðinni. Á Norðurlandi vestra má búast að veginum um Holtavörðuheiði verði lokað frá klukkan 04:00 í fyrramálið. Búast má við að veginum um Vatnsskarð verði lokað frá klukkan 04:00 í fyrramálið og að lokunin standi til 07:00 15. febrúar.

Ríkislögreglustjóri hefur lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna austan aftakaveðurs á morgun.  Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land. 

Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið.

Sér­lega djúp lægð geng­ur yfir landið og mun hún fyrst hafa áhrif á sunn­an­verðu land­inu aðfaranótt föstu­dags, en síðan um allt land er líða fer á morg­un­inn og fram eft­ir degi. Bú­ast má við víðtæk­um sam­göngu­trufl­un­um á land­inu og ekk­ert ferðaveður er á meðan viðvör­un­in er í gildi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga