Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 14. febrúar 2020 - kl. 06:58
Fjallvegir lokaðir – ekkert ferðaveður
Appelsínugult ástand

Ekkert ferðaveður er landinu og eru fjallvegir meira og minna lokaðir. Á Norðurlandi er vegirnir um Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarvegur og Öxnadalsheiði lokaðir. Appelsínugul veðurviðvörun tók gildi klukkan 05:00 í morgun á Norðurlandi vestra og er hún í gildi til klukkan 22:00 í kvöld. Gera má ráð fyrir austan stormi eða roki í dag með vindhrapa á bilinu 20-30 metrum á sekúndu, hvassast á fjallvegum. Förum varlega.

Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð talsverðum éljagangi á annesjum og heiðum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Allt skólahald fellur niður í Húnavatnssýslum í dag.

Lögreglan á Norðurlandi vestra og almannavarnarnefndir í Skagafirði og Húnavatnssýslum vekja athygli á að afar slæm veðurspá í tilkynningu. Í henni eru allir íbúar á svæðinu, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana, ásamt öllum sem staddir eru í landshlutanum, eru beðnir um að taka þessa veðurspá alvarlega, tryggja lausamuni utandyra eins og kostur er og fara yfir húseignir sínar með tilliti til þess hvað getur farið af stað í óveðrinu. Þá er því beint til fólks að vera alls ekki á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir, enda má gera ráð fyrir víðtækum lokunum vega frá miðnætti í kvöld.

Íbúum er bent á að þurfi þeir aðstoðar við þá skal hringja í neyðarnúmerið 112.

Almenningi er bent á að fylgjast vel með fréttum og frekari tilkynningum frá Almannavörnum á facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra og heimasíðum sveitarfélaganna eftir því sem við á.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga